Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023

Frumkvæðismál (2302242)
Fjárlaganefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Menningar- og viðskiptaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðuneytið - Kynning á veikleikamati MVF fyrir fjárlaganefnd 21.03.2023
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Áhættumat 2023 FJR 13.03.2023
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Áhættumat 2023 til fjárlaganefndar 13.03.2023

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.03.2023 45. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023
Til fundarins komu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Gunnarsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ráðherra kynnti áhættumat ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.
16.03.2023 43. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.
15.03.2023 42. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023
Til fundarins komu Pétur Fenger og Sveinn Magnússon frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir kynntu veikleikamat hjá stofnunum og fjárlagaliðum ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
13.03.2023 41. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson og Hlynur Hreinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu áhættumat ráðuneytisins við framkvæmd fjárlaga 2023 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
01.03.2023 40. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023
Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns.
Til fundarins komu Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Unnar Örn Unnarsson og Inga Birna Einarsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Þau fóru yfir eftirlit með framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.
27.02.2023 39. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Þau gerðu grein fyrir veikleikamati ráðuneytisins við framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.